Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Stuðningsfundur með brottreknum trúnaðarmanni

Mynd: RÚV - Bragi Valgeirsson / RÚV
Trúnaðarmenn og félagsfólk í úr öllum starfsgreinum innan stéttarfélagsins Eflingar söfnuðust saman við Reykjavíkurflugvöll á sjötta tímanum í dag. Tilgangurinn var að sýna samstöðu með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, brottreknum trúnaðarmanni í hlaðdeild Icelandair á flugvellinum.

Ólöfu Helgu var tilkynnt munnlega þann 20. ágúst að það ætti að segja henni upp. Hún var kjörin trúnaðarmaður í mars 2018 og alltaf endurkjörin síðan. Hún var einnig öryggistrúnaðarmaður. 

Ólöf hélt sjálf ávarp þar sem hún þakkaði stuðning og samstöðu af hálfu félagsmanna í Eflingu. Hún sagðist reiðubúin að snúa aftur til vinnu verði henni boðið það. 

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýndi Samtök atvinnulífsins fyrir þátttöku þeirra í uppsögninni. Yfirlýsingar um samstöðu annarra stéttarfélaga við Ólöfu voru einnig lesnar upp.

Félagsmenn klæddust merktum vestum, settu upp borða auk þess flugfarþegum voru afhentir miðar með upplýsingum um mál Ólafar.
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV