
Sjö flóttamenn hafa látist við austurlandamæri ESB
Pólska lögreglan greindi frá því lík 24 ára Sýrlendings hefði fundist í morgun á akri skammt frá landamærunum að Hvíta Rússlandi. Þar kemur fram að þyrlusveit hafi fundið manninn en neyðarástand er í gildi við landamærin.
Lögreglan greindi frá því að skilríki mannsins bentu til dvalar hans í Hvíta Rússlandi. Fordæmalaus straumur flóttafólks hefur flykkst gegnum Hvíta Rússland til komast inn í Evrópusambandsríkin Lettland, Litáen og Pólland.
Evrópusambandið sakar hvítrússnesk stjórnvöld um að beina flóttafólki að landamærunum í hefndarskyni fyrir refsiaðgerðir sambandsins.
Frjáls félagasamtök eru afar gagnrýnin í garð pólskra stjórnvalda vegna yfirilýsingar um neyðarátsand við landamærin sem hamlar aðstoð við flóttafólk og aðkomu fréttafólks.
Sömuleiðis er fullyrt að Pólverjar meini flóttafólki að sækja um hæli og neyði það aftur yfir til Hvíta Rússlands. Jafnframt hyggjast Pólverjar reisa vegg til að stöðva streymi flóttafólks og verja til þess ríflega 350 milljónum evra.