Minnst 19 fórust í óveðri á Filippseyjum

14.10.2021 - 06:48
epa09519877 A handout photo made available by the Philippine Coast Guard (PCG) shows coastguard personnel on a rubber boat conducting a rescue operation at a flooded village in the town of Santa Teresita, Cagayan province, Philippines, 12 October 2021. According to the government agency National Disaster Risk Reduction and Management Council (NDRRMC), eleven people have died and seven other are missing after Typhoon Kompasu hit the country's northern island of Luzon.  EPA-EFE/PHILIPPINE COAST GUARD HANDOUT -- BEST QUALITY AVAILABLE -- HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - PCG
Yfirvöld á Filippseyjum staðfestu í nótt að minnst 19 hafi týnt lífinu þegar hitabeltisstormurinn Kompasu hamaðist á hluta eyjanna í byrjun vikunnar. Þá rannsaka yfirvöld hvort rekja megi ellefu dauðsföll til viðbótar til óveðursins, auk þess sem 14 er enn saknað. Kompasu fylgdi tveggja daga steypiregn sem jafnaðist á við úrkomu heils mánaðar og ríflega það.

Þetta mikla vatnsveður orsakaði fjölmargar aurskriður og skyndiflóð á nokkrum eyjum, sem aftur olli milljarðatjóni á mannvirkjum og ræktarlandi, auk manntjónsins.

Um 15.000 manns þurftu að flýja heimili sín í storminum en einungis um helmingur þeirra leitaði skjóls í neyðarskýlum. Hin leituðu frekar til vina og ættingja, segir í frétt AFP, meðal annars af ótta við að smitast af COVID-19.

Stormurinn mjakaðist á haf út á þriðjudag, áleiðis til Hong Kong. Ekki hafa borist fregnir af slysum eða tjóni á mannvirkjum í þeirri miklu borg, en AFP segir töluvert hafa hægst á öllu í Hong Kong þegar Kompasu fór þar um. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV