Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Jafnvægisvogin

14.10.2021 - 09:48
Mynd: FKA / FKA
Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar, Jafnrétti er ákvörðun, fer fram í beinni útsendingu á RÚV.is í dag.

Jafnvægisvogin er samstarfsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, forsætisráðuneytisins, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TBWA og Morgunblaðsins.

Verkefninu var komið á fót á árinu 2017 og hefur náð að festa sig í sessi sem mikilvægur þáttur í því að vekja fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis með auknum jöfnuði kynja í stjórnunarstöðum.

Ráðstefnan hefst klukkan 14:00 og stendur til 16:00.

Dagskrá er eftirfarandi:

Ávarp – Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Fyrirlesarar: 

Penar píur ná ekki á toppinn? – Sunna Dóra Einarsdóttir, meðeigandi og fjármálastjóri, Deloitte 

Vegferð BYKO í jafnréttismálum – Sigurður B. Pálsson – forstjóri Byko  

Jafnrétti bætir árangur – Rannveig Rist, forstjóri Ísal  

Þetta kemur ekki af sjálfu sér – Jón Björnsson, forstjóri Origo  

„Hver nennir að horfa á gamla kerlingu á skjánum?“ : Áhrif sýnileika á kynjajafnrétti – Hildur Sigurðardóttir, mannauðsstjóri RÚV  

Fjölbreytileiki og kynjajafnvægi – Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq 

Kynin og vinnustaðurinn – Þórey Vilhjálmsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá EMPOWER 

Ávarp – Eliza Reid, forsetafrú  

Viðurkenningarathöfn Jafnvægisvogarinnar

Til hamingju Ísland : ávarp og samantekt – Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður FKA