PSG vann stórsigur á Kharkiv í riðli Breiðabliks

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

PSG vann stórsigur á Kharkiv í riðli Breiðabliks

13.10.2021 - 19:00
Fyrri leik kvöldsins í riðli Breiðabliks í Meistaradeild kvenna er lokið. Paris Saint-Germain vann þá 5-0 sigur á úkraínska liðinu Zhytlobud-1 Kharkiv.

PSG mætti Breiðablik á Kópavogsvelli í fyrsta leik riðilsins í síðustu viku. Breiðablik stóð þá vel í PSG sem vann að lokum 0-2 sigur. En PSG átti ekki í miklum vandræðum með þær úkraínsku á heimavelli í kvöld því Jordyn Huitema gerði þrennu í fyrri hálfleik fyrir PSG. Fyrsta markið kom eftir 25. mínútna leik og svo á 32. og 42. mínútu og PSG leiddi með þremur mörkum gegn engu í hálfleik. Þær voru þó ekki hættar því Paulina Dudek bætti við fjórða markinu á 59. mínútu og Léa Khelifi því fimmta þegar tvær mínútur lifðu leiks Niðurstaðan því 5-0 sigur heimakvenna sem eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Breiðablik leikur nú sinn annan leik í riðlinum gegn Real Madrid ytra og hófst hann kl. 19:00.