Tirop hljóp þá 10 km hlaup á 30:01 mín. í Herzogenaurach í Þýskalandi og stórbætti þá fyrra heimsmet um 28 sekúndur. Tirop rétt missti af verðlaunum á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar þegar hún endaði fjórða í 5000 m hlaupinu. Hún vann hins vegar tvenn verðlaun á stórmótum, því Tirop hlaut brons í 10.000 m hlaupi á HM í London 2017 og í Doha 2019.
Lögreglan í Keníu rannsakar nú andlát Tirop í því skyni að komast til botns í því hvað dró hana til dauða. Í tilkynningu keníska frjálsíþróttasambandsins er fjölskyldu hennar sendar samúðarkveðjur.
Uppfært: Í tilkynningu kensíska frjálsíþróttasambandsins segir að svo virðist að eiginmaður Agensar Tirop hafi stungið hana til bana.