Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Heimsmethafi fannst látinn

epa09379463 Agnes Jebet Tirop of Kenya reacts after she crosses the finish line in the Women's 5000m Heats during the Athletics events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Olympic Stadium in Tokyo, Japan, 30 July 2021.  EPA-EFE/FAZRY ISMAIL
 Mynd: EPA

Heimsmethafi fannst látinn

13.10.2021 - 12:35
Keníska hlaupakonan Agnes Jebet Tirop er látin, aðeins 25 ára að aldri. Hún fannst látin á heimili sínu í Iten í Keníu. Hún var meðal fremstu langhlaupara heimsins. Tirop setti heimsmet í 10 km götuhlaupi fyrir innan við mánuði síðan.

Tirop hljóp þá 10 km hlaup á 30:01 mín. í Herzogenaurach í Þýskalandi og stórbætti þá fyrra heimsmet um 28 sekúndur. Tirop rétt missti af verðlaunum á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar þegar hún endaði fjórða í 5000 m hlaupinu. Hún vann hins vegar tvenn verðlaun á stórmótum, því Tirop hlaut brons í 10.000 m hlaupi á HM í London 2017 og í Doha 2019.

Lögreglan í Keníu rannsakar nú andlát Tirop í því skyni að komast til botns í því hvað dró hana til dauða. Í tilkynningu keníska frjálsíþróttasambandsins er fjölskyldu hennar sendar samúðarkveðjur.

Uppfært: Í tilkynningu kensíska frjálsíþróttasambandsins segir að svo virðist að eiginmaður Agensar Tirop hafi stungið hana til bana.