Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Rannsókn er lokið á kæru Karls Gauta

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi er lokið og málið er nú til meðferðar hjá ákærusviði embættisins.

Þetta staðfestir Gunnar Örn Jónsson lögreglustjóri á Vesturlandi sem segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Karl Gauti var oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum 25. september og hlaut jöfnunarþingsæti eftir að upprunalegar lokatölur úr Norðvesturkjördæmi voru kynntar daginn eftir kosningar, en datt út af þingi eftir endurtalningu síðar sama dag.

Karl Gauti kærði meðal annars umgengni einstakra fulltrúa í yfirkjörstjórn á Norðvesturlandi um óinnsigluð kjörgögn og að undirskriftir í gerðabók hennar hafi ekki verið í samræmi við lög.

Í samtali við fréttastofu segir Karl Gauti að hann hafi ekki fengið nein viðbrögð frá lögreglu vegna kærunnar.