Hefjast handa við að flytja hræin um borð í Þór

12.10.2021 - 11:20
Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót / RUV
Skipverjar á varðskipinu Þór og fjöldi fólks í landi hófst í morgun handa við að flytja um fimmtíu grindhvalahræ úr fjörunni í Melavík um borð í Þór. Hvalina rak á land í Árneshreppi um þarsíðustu helgi og þeir drápust þar.
Mynd með færslu
 Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót - RUV
Íbúar eru með traktor í fjörunni til að létta undir með skipverjum

Gert er ráð fyrir því að koma öllum hræjunum fyrir á þilfari Þórs, sigla vel út fyrir sjávarfallsstrauma og henda þeim fyrir borð. Mörg þeirra sem enn eru í fjöruborðinu eru farin að rotna. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir fréttamaður ætlar að fylgjast með flutningnum um borð í Þór og verður í beinni í hádegisfréttum úr fjörunni. Hún segir að það sé búið að draga 3-4 hvali út. Og sveitungar láti ekki sitt eftir liggja. Elsa segist hafa séð mann frá nánast hverjum í bæ í sveitinni í fjörunni í morgun. Þeir séu með traktor og dragi hvalina að flæðarmálinu til að létta skipverjum á Þór verkið.

Mynd með færslu
 Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót - RUV