Búið að ná öllum hvalhræjunum um borð í Þór

12.10.2021 - 18:20
Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - RÚV
Áhöfnin á varðskipinu Þór hefur staðið í ströngu við að fjarlægja á sjötta tug grindhvalahræja úr fjörum í Árneshreppi á Ströndum í dag. Á sjötta tímanum var seinasta hræjið dregið um borð í varðskipið og er nú siglt með þau út fyrir sjávarfallastrauma.

Tíu dagar eru síðan vaðan gekk á land en á þeim tíma hafa hræin dreifst um fjörurnar í bæði Melavík, Hvalvík og Trékyllisvík í Norðurfirði. Hræin líta nokkuð vel út þrátt fyrir að langur tími sé liðinn og nær enga lykt leggur frá þeim

Heimamönnum er mjög létt að verkinu sé lokið og góður gangur komst á verkið þegar á leið en að sögn Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur fréttamanns sem hefur fylgst með aðgerðunum í dag voru skipherrar um borð í Þór ekki vissir um að þeir næðu að ljúka verkinu í dag, en eftir því sem á leið komst góður skriður á verkið. 

Nánar verður sýnt frá aðgerðunum í sjónvarpsfréttum klukkan 19.

Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - RÚV