Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Funda stíft í vikunni vegna útgáfu kjörbréfa

11.10.2021 - 08:10
Mynd með færslu
 Mynd: Alma Ómarsdóttir - RÚV
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa kemur saman á opnum fundi fyrir hádegi í dag, en nefndin á eftir að staðfesta hvort kjörbréfin sem landskjörstjórn gaf út í kjölfar alþingiskosninganna séu gild eður ei.

Venjulega er þetta tiltölulega einföld vinna, en vegna þess hvernig staðið var að talningu og meðhöndlun kjörgagna í Norðvesturkjördæmi er málið snúnara í þetta sinn.

Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, er gestur fundarins í dag.

Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, segir í Morgunblaðinu í dag að ómögulegt sé að segja til um hversu langan tíma þurfi til að vinna málið, en nefndin sé einnig búin að skipuleggja fundi á miðvikudag og föstudag vegna málsins.