Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Björk Orkestral

Björk Orkestral

11.10.2021 - 19:30

Höfundar

Björk ásamt strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Flutt verða lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark. Stjórnandi: Viktor Orri Árnason.

Tónleikaröðin ber nafnið Björk Orkestral. Þar flytur hún eigin tónsmíðar og útsetningar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hamrahlíðarkórinn, flautuseptettinn Viibra og fleiri gesti. Um hundrað íslenskir tónlistarmenn koma fram í tónleikaröðinni. Þannig heldur Björk upp á samstarf sitt við tónlistarfólk frá Íslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum um allan heim.

Bein útsending hefst á RÚV 2 klukkan 20:00. 

Dagskráin er eftirfarandi:

Mánudagur 11. október kl. 20:00
Björk og strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
Stjórnandi: Viktor Orri Árnason
Lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark

Sunnudagur 24. október kl. 17:00
Björk og Hamrahlíðarkórinn
Stjórnandi: Þorgerður Ingólfsdóttir
Bergur Þórisson – Orgel
Lög af plötunum Medulla, Biophilia og Utopia

Sunnudagur 31. október kl. 17:00
Björk og blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
Flautuseptetinn Viibra
Katie Buckley og Jónas Sen – Harpa og píanó
Lög af plötunum Vespertine, Volta og Utopia

Mánudagur 15. nóvember kl. 20:00
Björk og strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
Stjórnandi: Viktor Orri Árnason
Lög af plötunum Homogenic og Vulnicura