Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vara við fölsuðum peningum í umferð á Norðurlandi

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystr
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur beðið verslunareigendur og almenning að vera á verði gagnvart fölsuðum peningaseðlum. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að talið sé að seðlarnir séu í umferð í umdæminu.

Allir þeir sem kunni að búa yfir upplýsingum um málið eru beðnir að hafa samband við Lögregluna á Norðurlandi vestra í síma 444-0700 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]

Ólöf Rún Erlendsdóttir