Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Tórínó verður gestgjafi Eurovision 2022

epa08335422 The Mole Antonelliana lit up with the colors of the Italian flag during the ongoing Coronavirus emergency, in Turin, Italy, 31 March 2020. The major landmark building is named after its architect, Alessandro Antonelli. Italy is one of the world's worst-hit countries by the novel coronavirus disease (COVID-19) pandemic.  EPA-EFE/TINO ROMANO
 Mynd: EPA

Tórínó verður gestgjafi Eurovision 2022

08.10.2021 - 10:44

Höfundar

Eurovision-keppnin fer fram í borginni Tórínó á Ítalíu á næsta ári. Sextán aðrar borgir kepptust um að hýsa keppnina.

Síðast fór Eurovion fram á Ítalíu árið 1991, þá í Róm, og þar áður árið 1965, í Napólí. Þökk sé frammistöðu hljómsveitarinnar Måneskin í keppninni síðasta vor fer hún fram þar í landi í þriðja sinn en að þessu sinni í Tórínó, höfuðborg Piemont-héraðs.

Aðalkeppnin fer fram 14. maí á PalaOlimpico og undanúrslitin 10. og 12. maí.

„Eins og við sáum þegar vetrarólympíuleikarnir fóru þar fram árið 2006, þá uppfyllir PalaOlimpico allar þær kröfur sem við gerum til viðburðar af þessari stærðargráðu,“ segir Martin Österdahl, framkvæmdastjóri keppninnar. „Þetta er í fyrsta sinn í þrjátíu ár sem Eurovision fer fram á Ítalíu og við stefnum staðföst á það það bjóða upp á eftirminnilega keppni í samstarfi við ítalska ríkissjónvarpið, Rai.“

Tengdar fréttir

Menningarefni

Sigurvegarinn neitar fíkniefnaneyslu og fer í lyfjapróf

Menningarefni

Ítalía vann Eurovision — Ísland í fjórða sæti

Menningarefni

„Eina jákvæða og skemmtilega lagið í öllu sjóvinu“