Mörg hundruð manns í röð eftir sýnatöku á Akureyri

07.10.2021 - 11:26
Mynd með færslu
 Mynd: Sölvi Andrason - RÚV
Hundruð standa nú í röð eftir að komast í sýnatöku á Akureyri. Hópsýking kom upp á svæðinu fyrir rúmri viku og ljóst að margir þurfa að láta taka sýni næstu daga.

Rúmlega 1250 í sóttkví

55 covid-smit voru greind innanlands í gær. Af þeim smituðu voru 24 fullbólusettir. 70 prósent þeirra smituðu voru í sóttkví við greiningu. Á Norðurlandi eystra eru 127 í einangrun og rúmlega 1250 í sóttkví. Flestir þeirra eru börn á grunnskólaaldri á Akureyri.

Langar raðir

Þessar myndir voru teknar í röðinni sem myndaðist á sýnatökustað við Strandgötu á Akureyri í morgun. 

Mynd með færslu
 Mynd: Sölvi Andrason - RÚV
Akureyri í morgun
Mynd með færslu
 Mynd: Sölvi Andrason - RÚV
Akureyri í morgun
Mynd með færslu
 Mynd: Sölvi Andrason - RÚV
Akureyri í morgun