Mismikill vilji til sameiningar

Myndir teknar með dróna.
Íbúum á Skagaströnd fjölgaði um 3% eða um 14 íbúa.  Mynd: RÚV - Jóhannes Jónsson
Sveitarfélagið Skagaströnd og Skagabyggð ákváðu að framkvæma skoðanakönnun til þess að kanna hug íbúa til þess að taka upp formlegar viðræður um sameiningu og kjósa síðan um sameiningu sveitarfélaganna. Niðurstöður könnunarinnar liggja nú fyrir.

Mismikill vilji

Samkvæmt könnuninni er mismikill vilji milli sveitarfélaganna um sameiningu. Svörin eru mjög afgerandi á Skagaströnd en þar sögðust 92% þátttakenda vera hlynnt sameiningu eða 194 þátttakendur . Íbúar Skagabyggðar eru nánast jafnmargir sem vilja sameiningu og vilja hana ekki. Þeir sem sögðust vilja sameiningu eru einum fleiri en þeir sem eru á móti, eða 26 þátttakendur á móti 25.

Markmið könnunarinnar var að athuga hvort vilji íbúa væri skýr um að kosið yrði formlega um sameiningu í byrjun næsta árs. Fulltrúar sveitastjórnanna eiga eftir að meta hver næstu skref verða.