Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Dýrið sýnt á 600 tjöldum í Bandaríkjunum

Mynd með færslu
 Mynd: Go to sheep - RÚV

Dýrið sýnt á 600 tjöldum í Bandaríkjunum

07.10.2021 - 15:56

Höfundar

Íslenska kvikmyndin Dýrið verður frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun. Aldrei hefur íslensk kvikmynd fengið jafn mikla dreifingu vestanhafs.

Kvik­mynd­in Dýrið eða Lamb eins og hún heit­ir á ensku verður sýnd á 600 tjöld­um í Banda­ríkj­un­um. Í fréttatilkynningu segir að aldrei áður hafi íslensk kvikmynd fengið jafn mikla almenna dreifingu vestanhafs. „Það seg­ir allt um hversu mikla trú A24, dreif­ing­araðili mynd­ar­inn­ar, hef­ur á henni.“

Sýn­ing­ar hefjast sama dag og nýjasta James Bond myndin, No Time to Die, fer í sýningar. Í tilkynningunni segir að það sé til marks um þá ofurtrú sem A24, dreif­ing­araðilar Dýrs­ins í Banda­ríkj­un­um, hafi á því að myndin fái góða aðsókn og höfði til yngri áhorf­enda­hóps í Banda­ríkj­un­um en þeirra sem sækja Bond-mynd­irn­ar.

„Við vitum að kvikmyndin Dýrið er einstök perla, aðgengileg, sorgleg og fyndin. Viðbrögðin á forsýningum hafa staðfest það og yfir tíu milljónir hafa horft á kynningarstikluna. Myndin hefur alla burði til að slá í gegn hér í Bandaríkjunum og við erum ofboðslega spennt fyrir því að frumsýna hana svona veglega,“ segir David Laub hjá A24.

Dýrið var frumsýnd á Íslandi 24. september. „Myndina mætti kannski flokka í ákveðna hefð nýlegra íslenskra mynda, sem gerast í afskekktum sveitum eða smáþorpum, en snúa upp á hefðina með nýju og torkennilegu bragði í súpuna,“ sagði Ásgeir H. Ingólfsson, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1, um myndina.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Ótrúlegt ferðalag Dýrsins frá skissubók á hvíta tjaldið

Kvikmyndir

„Rætur mínar eru enn í íslenskum hraunbreiðum“

Pistlar

Lambið í barnaherberginu

Kvikmyndir

Dýrið hreppti frumleikaverðlaun í Cannes