Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Armin Laschet býðst til að segja af sér

epaselect epa09507128 Christian Democratic Union (CDU) party chairman Armin Laschet leaves after the exploratory talks in Berlin, Germany, 05 October 2021. Greens and CDU meet in search for coalition possibilities after Germany's recent parliamentary election.  EPA-EFE/FILIP SINGER
 Mynd: EPA-EFE
Armin Laschet, leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi, bauðst í dag til að segja af sér, að því er Reuters fréttastofan greindi frá síðdegis. Flokkurinn laut í lægra haldi fyrir Jafnaðarmönnum í þingkosningum á dögunum.

Laschet er arftaki Angelu Merkel, fráfarandi kanslara í forystusæti Kristilegra demókrata. Hann og Olaf Scholz, leiðtogi Jafnaðarmanna, tilkynntu báðir eftir kosningarnar að þeir ætluðu að reyna að mynda meirihlutastjórn á þýska sambandsþinginu  með Frjálslyndum demókrötum og Græningjum. Í gær tilkynnti Scholz síðan að formlegar viðræður um stjórnarmyndun hæfust í dag og að hann yrði kanslaraefni nýju stjórnarinnar. 
 

Upphaflegri frétt hefur verið breytt.