Kynna nýtt hverfi fyrir rúmlega 2.000 íbúa á Akureyri

06.10.2021 - 13:29
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Akureyrarbær kynnti í dag drög að deiliskipulagi fyrir nýtt íbúðahverfi í bænum. Áætlað er að á svæðinu geti risið allt að 970 íbúðir á næstu árum fyrir 1.900-2.300 íbúa.

Grænt og vistvænt hverfi

Í hverfinu er gert ráð fyrir að íbúðir í fjölbýli verði um 80% og restin sérbýli. Gert er ráð fyr­ir að hæstu fjöl­býl­is­hús­in verði 7-9 hæðir. Nýja hverfið er skipu­lagt ofan við Síðuhverfi og fyr­ir norðan Gilja­hverfi. Í tilkynningu sem bærinn sendi frá sér í dag vegna málsins segir að markmiðið sé að byggja þar upp grænt og vistvænt hverfi. „Markmiðið er að búa til vistvænt og grænt hverfi þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi. Blágrænar ofanvatnslausnir, göngu- og hjólastígar í sérrými, aðgengi að fjölbreyttum útivistarsvæðum og kvaðir um trjágróður eru dæmi um þetta,“ segir í frétt á vef bæjarins. 

Kynningarfundir fyrirhugaðir

Þá er stefnt er að því að hefja uppbyggingu á hverfinu úr suðri vegna nálægðar við Síðuskóla þar sem svigrúm er til að fjölga nemendum. Áhersla verður lögð á að kynna vel drög að deiliskipulagi hverfisins og eru fyrirhugaðir tveir kynningarfundir í næstu viku. Fundirnir fara fram þriðjudaginn 12. október í menningarhúsinu Hofi. Annars vegar opinn fundur fyrir almenning og hins vegar fundur sem ætlaður eru fyrir byggingarverktaka, fasteignasala og mannvirkjahönnuði.  Nánar má lesa um nýja hverfið hér. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ásýnd úr norðri