Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Græningjar leita til vinstri

epa09508503 Green party (Die Gruenen) co-chairman Robert Habeck (R) and Green party (Die Gruenen) co-chairwoman Annalena Baerbock give a press conference in Berlin, Germany, 06 October 2021. The party leaders of the Green Party said they would seek three-way exploratory talks with the SPD and FDP for a possible coalition government.  EPA-EFE/FILIP SINGER / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Skriður er kominn á stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi. Annalena Baerbock, leiðtogi Græningja, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að flokkurinn myndi leitast eftir að mynda ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum og Frjálslyndum demókrötum.

Græningjar hafa síðustu vikur átt í óformlegum viðræðum bæði við Jafnaðarmenn og Kristilega demókrata, flokk Angelu Merkel fráfarandi kanslara.

Á blaðamannafundi í Berlín í dag sagði Baerbock það mat flokksforystunnar að meiri samhljómur væri með Græningjum og Jafnaðarmönnum í umhverfismálum, félagshyggjumálum og Evrópumálum.

Kosið var til þings í Þýskalandi í lok september. Jafnaðarmenn fengu mest fylgi en Kristilegir demókratar litlu minna. Þótt flokkarnir tveir hafi setið saman í fráfarandi ríkisstjórn höfðu þeir fyrir löngu gefið út að ekki yrði framhald á því stjórnarsamstarfi.

Því hafa Græningjar, sem fengu tæp 15 prósent í kosningunum, og Frjálslyndir demókratar, sem fengu 12 prósent, verið með lykilinn að stjórnarmyndun.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV