Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Rýmingu aflétt í Út-Kinn

05.10.2021 - 19:18
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands - RÚV
Rýmingu hefur verið aflétt í allri Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu og fólk á ellefu bæjum má því snúa aftur heim. Rýmingu var aflétt af syðri hluta Kinnar í dag og á stöðufundi almannavarna, sem lauk á sjöunda tímanum, var ákveðið að aflétta einnig rýmingu í Út-Kinn.

Þar hafa sérfærðingar skoðað fjallshlíðar vandlega í dag og er fólki nú talið óhætt að dvelja í húsum sínum. Ekki er talið hættulaust að aka veginn um Út-Kinn og verður hann áfram lokaður fyrir almenna umferð.

Vegagerðin ruddi í dag aurskriðum af veginum svo mjólkurbíll kæmist til að sækja mjólk á tvo ystu bæina, Nípá og Björg. Þar hefði að öðrum kosti þurft að hella mjólkinni niður.