Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Facebook krefst frávísunar í einokunarmáli

epa09506183 Facebook, WhatsApp and Instagram icons are seen on a mobile device in Belgrade, Serbia, 04 October 2021. Facebook's services and applications: Instagram, WhatsApp and Messenger went down on Monday 04 october in various parts of the world, users denounced on the Downdetector website.  EPA-EFE/ANDREJ CUKIC
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook krefjast þess að alríkisdómari í Washington vísi máli vegna ásakana Alríkisráðs viðskiptamála um einokunartilburði fyrirtækisins frá dómi.

Málið snýr að kröfum ráðsins um að Facebook losi sig við undirfyrirtæki á borð við samskiptaforritin WhatsApp og Instagram svo auka megi samkeppni á þeim markaði.

Facebook hafi með ólögmætum hætti keypt upp keppinauta þegar velgengi þeirra ógnaði fyrirtækinu. Facebook fullyrðir að ráðið, sem sér um að lögum um verslun og viðskipti sé framfylgt, og forstöðumaður hennar eigi harma að hefna gegn fyrirtækinu auk þess sem öll sönnungargögn skorti í málinu.

Fólk hafi úr fjölda kosta að velja til að hafa samskipti á netinu. Það var álit umdæmisdómarans James Boasberg í júní síðastliðnum að sönnun skorti um einræðistilburði Facebook.

Alríkisráð viðskiptamála ákvað að halda málinu áfram með breyttum forsendum í ágúst en það var atkvæði forstöðumannsins Linu Khan sem réð úrslitum um þá ákvörðun.

Hún er ákafur andstæðingur tæknirisanna og hefur aldrei legið á þeirri skoðun sinni. Því segja forvígismenn Facebook að hún hefði átt að víkja sæti enda muni viðhorf hennar lita allan málflutning ráðsins.