Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

William Shatner á leið í geimferð

epa04092961 Canadian actor William Shatner attends a press conference on a Star Trek fan meeting in Frankfurt am Main, Germany, 21 February 2014. Thousands of fans of the science fiction franchise are expected to meet at the event 'Destination Star Trek,' which will run from 21 to 23 February.  EPA/FRANK RUMPENHORST
 Mynd: EPA - DPA
Kanadíski Star Trek-leikarinn William Shatner verður meðal farþega þegar geimflaug Blue Origin fyrirtækis Jeffs Bezos verður skotið á loft 12. október. Shatner er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem James T. Kirk, skipstjóri geimskipsins USS Enterprise, í elstu Star Trek sjónvarpsþáttunum. Auk þess lék hann skipstjórann í sjö kvikmyndum.

Haft er eftir Shatner í fréttatilkynningu um ferðina að hann hafi lengi heyrt eitt og annað um geiminn og nú sé tími kominn til að kanna hann sjálfur. William Shatner er níræður að aldri. Geimferðin tekur ellefu mínútur.
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV