Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í umferðarslysi

03.10.2021 - 22:23
epa09504651 (FILE) Swedish controversial artist Lars Vilks, known for his depictions of the Prophet Muhammed in Nyhamnslage, Sweden, 03 January 2012 (reissued 03 october 2021). Swedish artist Lars Vilks and two police officers have died in a car crash outside the town Markaryd in Sweden on 03 October 2021. Lars Vilks has had a permanent police protection and body guards after several attempts have been made to attack him. He has been under constant threat after portraying the prophet Muhammad as a dog.  EPA-EFE/BJORN LINDGREN SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT NEWS AGENCY
Sænski teiknarinn og listamaðurinn Lars Vilks lést í umferðarslysi í Svíþjóð í dag, 75 ára að aldri. Mynd hans af spámanninum Múhameð í hundslíki vakti hörð viðbrögð meðal múslima þegar hún var birt árið 2007.

Lífi Vilks var iðulega hótað eftir birtingu myndarinnar og hefur hann haft lögregluvernd undanfarin ár. Hann var meginskotmark hryðjuverkaárásar á menningarmiðstöð á Austurbrú í Kaupmannahöfn árið 2015.

Í frétt á vef sænska ríkisútvarpsins kemur fram að lögregla hafi boðað til blaðamannafundar vegna slyssins í fyrramálið.

epa09504654 The scene after an accident between a car and a lorry outside the town Markaryd in Sweden, 03 October 2021. Swedish artist Lars Vilks and two police officers have died in a crash. Lars Vilks has had a permanent police protection and body guards after several attempts have been made to attack him. He has been under constant threat after portraying the prophet Muhammad as a dog.  EPA-EFE/JOHAN NILSSON SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT NEWS AGENCY

Vilkes var í bíl ásamt tveimur lögreglumönnum, sem lenti í árekstri á E4 hraðbrautinni nærri bænum Markaryd í Smálöndum. Þeir létust einnig en lögregla hefur staðfest að Vilks er einn hinna látnu.