Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Viðræður formannanna ganga vel

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Óformlegum viðræðum formanna stjórnarflokkanna um framhald stjórnarsamstarfs miðar vel. 

Fundur formannanna í dag var ekki í Reykjavík en næsti fundur er fyrir hádegi á morgun í Ráðherrabústaðnum. Eftir það funda Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir með þingflokkum sínum til að ræða stöðuna og framhald viðræðna en Sigurður Ingi Jóhannsson fundaði með sínum þingflokki í dag. Síðan má búast við að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra upplýsi Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um gang mála.

Búist er við að oddvitar stjórnarflokkanna ákveði um helgina eða á mánudag að hefja formlegar viðræður og þá hefjast af alvöru viðræður um verkaskiptingu milli flokkanna og ráðuneyta og vinna við stjórnarsáttmálann sjálfan. Gengið er út frá því í þessum viðræðum að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. 
 

 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV