Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vitnaleiðslur í hryðjuverkamálinu í París hefjast í dag

epaselect epa05059863 Jesse Hughes (R), the frontman of the US band Eagles of Death Metal, pays his respects to the victims of the 13th November Attacks in front of the Bataclan in Paris, France, 08 December 2015. The Eagles of Death Metal band had been
Jesse Hughes fyrir utan Bataclan um mánuði eftir voðaverkin. Mynd: EPA
Vitnaleiðslur hefjast í París í dag í réttarhöldum yfir tuttugu og einum sakborningi sem ákærður eru fyrir að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í borginni í nóvember árið 2015. Sex sakborninganna eru fjarstaddir. Flestir þeirra geta búist við að verða dæmdir til lífstíðarfangelsisvistar.

Um 300 manns bera vitni í réttarhöldunum næstu vikurnar. Þeirra á meðal er fólk sem lifði árásirnar af og ættingar fólks sem fórst. Á meðal sakborninga er Salah Abdesalam, eini hryðjuverkamaðurinn sem lifði af árásirnar.

130 létu lífið og um 350 særðust í sjálfsvígsárásum sem hryðjuverkamenn gerðu á kaffihús, veitingahús, þjóðarleikvanginn og tónleikahúsið Bataclan í nóvember 2015.  Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið lýsti ábyrgð á tilræðunum. 

„Ég vil mæta þessu fólki, ég vil að þau sjái fórnarlömb sín. Hvað gerðist fyrir okkur og þá sem eru horfnir á braut,“ segir einn þeirra sem ætlar að bera vitni í réttarhöldunum í samtali við AFP fréttastofuna. Hann var á kaffihúsinu Belle Equipe ásamt hópi vina þegar vígamenn réðust þar inn vopnaðir byssum. Einn úr vinahópi hans lést. „Ég vil ganga í gegnum þetta, það er hluti af bataferlinu. 

Dómari hefur raðað vitnunum niður á daga, fimmtán á dag. Þau fyrstu mæta nú fyrir hádegið, klukkan 10:30 að íslenskum tíma.