Vetrarveður á Akureyri — Strætó hættur að ganga

28.09.2021 - 10:01
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Strætisvagnar Akureyrar hafa gert hlé á akstri í dag á meðan verið er að hreinsa götur bæjarins. Töluvert hefur snjóað í bænum í morgun.

Byrja aftur að keyra um leið og búið er að hreinsa götur

Strætisvagnar Akureyrar sendu frá sér tilkynningu um klukkan níu í morgun þar sem tilkynnt var að þeir vagnar sem væru í akstri myndu stoppa innan skamms þangað til búið væri að hreinsa leiðina. Eru viðskiptavinir beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá SVA.  „Við látum vita um leið og vagnarnir fara af stað,“ segir í tilkynningu. 

Frá Facebook-síðu SVA

Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Á Akureyri í morgun
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Akureyri
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV