Smit á kosningavöku Framsóknarflokksins

28.09.2021 - 21:45
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Gestur á kosningavöku Framsóknarflokksins um helgina hefur greinst með Covid-19 og hafa allir sem voru útsettir fyrir smiti verið settir í sóttkví.

Kjarninn greindi fyrst frá.

Kosningavakan var haldin í húsnæði úti á Granda í Reykjavík þar sem CCP var áður til húsa og voru um þrjú hundruð manns í salnum þegar mest var samkvæmt heimildum fréttastofu.

Í tilkynningu sem Framsóknarflokkurinn sendi gestum vökunnar í kvöld er fólk beðið um að vera vakandi fyrir einkennum Covid-19 og bregðast við með því að fara í sýnatöku.

Alls greindust þrjátíu og tveir með kórónuveirusmit innanlands í gær og þar af voru 18 ekki í sóttkví.

Fréttin hefur verið uppfærð.