Um hundrað skjálftar hafa mælst um það bil 1-1,5 km suður af Keili á síðasta sólarhringnum. Skjálftahrinan hófst í gær en kraftur færðist í hana undir morgun. Tveir stærstu skjálftarnir hafa mælst 2,5, annar í gærkvöldi og hinn rétt fyrir klukkan sjö í morgun.