Engin breyting við endurtalningu í Suðurkjördæmi

28.09.2021 - 00:09
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi var lokið nú rétt fyrir miðnætti.

Fréttastofa náði tali af Þóri Haraldssyni, formanni yfirkjörstjórnar, núna fyrir miðnætti. Þá var endurtalningu atkvæða rétt nýlokið.

„Að lokinni tvöfaldri endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi er niðurstaðan nákvæmlega sú sama og við kynntum í fyrrinótt,“ sagði Þórir í samtali við fréttastofu.

„Úrslit í Suðurkjördæmi standa því með öllu óbreytt.“