Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Biskupar stofna sjóð fyrir fórnarlömb kirkjunnar

28.09.2021 - 05:28
epa07285166 A Canadian flag flies at the Canadian embassy in Beijing, China, 15 January 2019. A Chinese court issued a death sentence to Robert Lloyd Schellenberg of Canada for drug smuggling. On 14 January 2019, following an appeal, a high court in Dalian city changed the man's previous 15 years in prison sentence for drug smuggling and sentenced him to death, saying his previous sentence was too lenient, according to media reports. The ruling comes during a diplomatic row between Canada and China after Canadian authorities arrested Meng Wanzhou, an executive for Chinese telecommunications firm Huawei, at the request of the USA.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
 Mynd: epa
Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar í Kanada hét í gær að leggja fram 30 milljónir kanadadala, jafnvirði um þriggja milljarða króna, í sjóð fyrir fyrrverandi nemendur heimavistarskóla á vegum kirkjunnar. Fé verður lagt í sjóðinn yfir fimm ára tímabil, hefur AFP fréttastofan eftir yfirlýsingu ráðsins.

Biskuparáðið baðst fyrir helgi afsökunar á þeirri vanrækslu og ofbeldi sem nemendur skólanna voru beittir. Nemendurnir voru af ættum frumbyggja. Þeir voru teknir frá foreldrum sínum og sneru þau mörg hver ekki aftur heim. 

Raymond Poisson, formaður biskuparáðsins, sagði í yfirlýsingu að sjóðurinn verði notaður til að styðja sértæk verkefni um landið allt og úrræði til þess að takast á við það sálræna áfall sem nemendur urðu fyrir og glíma enn við eftir vistina í skólunum.

Biskuparáðið lýsti á föstudag miklum harmi og baðst fortakslausrar afsökunar á framkomunni gagnvart frumbyggjum Kanada. Yfir þúsund ómerktar grafir hafa fundist við nokkra heimavistarskólanna, og standa leitir yfir við fleiri skóla. Skólarnir voru á vegum kanadíska ríkisins en margir hverjir reknir af kaþólsku kirkjunni. Þar var ætlunin að innræta vestræna menningu í börn af frumbyggjaættum. Alls voru um 150 þúsund börn af hinum ýmsu þjóðum frumbyggja Kanada í skólunum. Þeir voru starfræktir frá því síðla á 19. öld langt fram á þá 20. Leiðtogar frumbyggja hafa óskað eftir afsökunarbeiðni frá páfanum, yfirboðara kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu.