Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Óvissustigi lýst yfir vegna óveðurs

27.09.2021 - 17:46
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot
Vegna slæmrar veðurspár á morgun þriðjudaginn 28. september lýsir Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Spáð er óveðri sem getur spillt færð og valdið foktjóni, fyrst á Norðausturlandi í nótt sem gengur síðan vestur yfir Norðurland og nær hámarki á Vestfjörðum seinnipart dags á morgun.

Appelsínugul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir eftirfarandi svæði: Breiðafjörður, Vestfirðir og Strandir og Norðurland vestra.

Gul viðvörun er í gildi fyrir eftirfarandi svæði: Höfuðborgarsvæðið, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi.

Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með veðurspá á www.vedur.is og www.vegagerdin.is fyrir fréttir af færð á vegum.