Kvöldfréttir: Endurtalning á Selfossi

27.09.2021 - 18:35
Atkvæði í Suðurkjördæmi verða talin aftur í kvöld þar sem aðeins munaði sjö atkvæðum á frambjóðendum Vinstri grænna og Miðflokksins. Við verðum í beinni frá Selfossi í fréttatímanum þar sem talning er að hefjast.

Formaður landskjörstjórnar segir bagalegt að óvissa ríki um niðurstöðu alþingiskosninganna og hefur óskað eftir skýrslum yfirkjörstjórna, sérstaklega í Norðvestur- og Suðurkjördæmi.

Formenn stjórnarflokkanna telja stöðuna sem upp er komin vegna endurtalninga og kærumála vera óheppilega. Óformlegar viðræður um áframhaldandi stjórnarsamstarf hófust í dag.

Flokkur Angelu Merkel fráfarandi kanslara Þýskalands beið sögulegt afhroð í þingkosningunum í gær. Hann er nú annar stærsti flokkurinn á þingi, stjórnarmyndun gæti tekið langan tíma. 

Mjög hvasst hefur verið á Vestfjörðum í dag í norðan áhlaupi sem þar gengur yfir. Jeppabifreið fór út af Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði og hafnaði í sjónum og foktjón varð á Bolungarvík.

Kvöldfréttir hefjast klukkan sjö.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV