Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Jarðskjálfti við Filippseyjar

27.09.2021 - 06:09
epa09490421 A handout shakemap made available by the United States Geological Survey (USGS) shows the location of a 5.7-magnitude earthquake hitting near Luzon island in the Philippines, 26 September 2021. The earthquake hit south of the capital Manila, Philippines and Philippine Institute of Volcanology and Seismology (PHIVOLCS) advised aftershocks and damage could be expected.  EPA-EFE/USGS HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - USGS
Jarðskjálfti af stærðinni 5,7 varð við stærstu eyju Filippseyja í nótt. Íbúar í höfuðborginni Manila vöknuðu við skjálftann, en engar fregnir hafa borist af slysum á fólki.

Jarðskjálftinn varð á talsverðu dýpi, um 98 kílómetra, og valda þeir sjaldnar tjóni en grunnir skjálftar. AFP fréttastofan hefur eftir yfirvöldum í nágrenni við skjálftamiðjuna að engar fregnir hafi borist af tjóni á mannvirkjum.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV