Börsungar þrátt fyrir allt enn taplausir

epa09490029 Barcelona's striker Ansu Fati (up) celebrates with teammates after scoring the 3-0 during the Spanish LaLiga soccer match between FC Barcelona and Levante UD at Camp Nou stadium in Barcelona, Catalonia, Spain, 26 September 2021.  EPA-EFE/Quique Garcia
 Mynd: EPA - RÚV

Börsungar þrátt fyrir allt enn taplausir

27.09.2021 - 09:28
Barcelona hefur ekki tapað leik það sem af er tímabili í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Neikvæð umræða hefur verið í kringum liðið í kjölfar peningavandræða, brotthvarfs Messi og þjálfarinn Ronald Koeman talinn valtur í sessi.

Þrátt fyrir það hefur liðið ekki tapað leik í fyrstu sex umferðunum. Börsungar unnu Levante örugglega í gær 3-0. Memphis Day skoraði úr víti á 6. mínútu og Luuk de Jong breytti stöðunni í 2-0 átta mínútum síðar. Ansu Fati kom inn á sem varamaður seint í leiknum og skoraði þriðja og síðasta markið í uppbótartíma. 

Liðið hefur nú unnið þrjá leiki og gert þrjú jafntefli og er með tólf stig í fimmta sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Real Madrid sem er búið að spila leik meira. 

Barcelona tapaði 3-0 fyrir Bayern München á heimavelli í Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur vikum og mætir Lissabon næst á miðvikudag.