Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Vinstri græn treysta á jöfnunarsæti í Suðurkjördæmi

26.09.2021 - 07:51
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lokatölur í Suðurkjördæmi bárust á áttunda tímanum í morgun. Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna, var inni sem jöfnunarþingmaður þegar tölurnar birtust, en enn gætu orðið breytingar á jöfnunarþingsætum þegar lokatölur berast úr fleiri kjördæmum.

Lokatölur í Suðurkjördæmi:

Talin voru 30.381 atkvæði. Auðir seðlar voru 595 og aðrir ógildir 73. 

  • B-listi, Framsóknarflokkur: 7.111 atkvæði - 23,9% og þrír þingmenn
  • C-listi, Viðreisn: 1.845 atkvæði - 6,21% og enginn þngmaður.
  • D-listi, Sjálfstæðisflokkur: 7.296 atkvæði - 24,55% og þrír þingmenn
  • F-listi, Flokkur fólksins: 3.837 atkvæði - 12,91% og einn þingmaður
  • J-listi, Sósíalistaflokkur Íslands: 1.094 atkvæði - 3,68% og enginn þingmaður
  • M-listi, Miðflokkur: 2.207 atkvæði - 7,43% og einn þingmaður
  • O-listi, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: 193 atkvæði - 0,65% og enginn þingmaður
  • P-listi, Píratar: 1.660 atkvæði - 5,59% og enginn þingmaður
  • S-listi, Samfylking: 2.270 atkvæði - 7,64% og einn þingmaður
  • V-listi, Vinstrihreyfingin-grænt framboð: 2.200 atkvæði - 7,40% og einn jöfnunarþingmaður

Kjördæmakjörnir þingmenn:
1. Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokki
2. Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki
3. Ásthildu Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins
4. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki
5. Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsóknarflokki
6. Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki
7. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokki
8. Oddný Harðardóttir, Samfylkingu
9. Birgir Þórarinsson, Miðflokki

Jöfnunarþingmaður:
Hólmfríður Árnadóttir, Vinstrihreyfingin-grænt framboð

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV