Mikill meirihluti kjósenda í sveitarfélaginu Húnavatnshreppi vill að hreppurinn fari í sameiningarviðræður við Blönduósbæ. Þetta er niðurstaðan í skoðanakönnun á vegum sveitarfélagsins sem fór fram samhliða þingkosningum. Tæp 65 prósent sögðu já, en 33 prósent sögðu nei.