Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Vilja sameiningarviðræður við Blönduósbæ

Drónamyndir af Blönduósi.
Blönduós Mynd: RÚV - Jóhannes Jónsson
Mikill meirihluti kjósenda í sveitarfélaginu Húnavatnshreppi vill að hreppurinn fari í sameiningarviðræður við Blönduósbæ. Þetta er niðurstaðan í skoðanakönnun á vegum sveitarfélagsins sem fór fram samhliða þingkosningum. Tæp 65 prósent sögðu já, en 33 prósent sögðu nei.

 

Alls tóku 227 kjósendur þátt í skoðunarkönnuninni og þar af 39 utankjörfundar. Kjörstjórn taldi atkvæði og niðurstaðan varð eftirfarandi:

Já sögðu 147 eða 64.75 prósent.

Nei sögðu 76 eða 33,48

Auðir voru 4 eða 1,76 prósent. 

 

 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV