Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hundruð minntust myrtrar konu í Lundúnum

26.09.2021 - 15:40
epa09489779 An undated handout photo made available by Britain's Metropolitan Police Service shows Sabina Nessa from Kidbrooke, south-east London, Britain (issued 26 September 2021). Detectives are investigating the death of 28-year-old Sabina Nessa, whose body was discovered on 18 September 2021, near a community center in London's Kidbrooke Park Road. A post-mortem examination conducted on 20 September, was inconclusive, police said. A 36-year-old man was arrested at an address in East Sussex on 26 September, on suspicion of murder and taken into police custody.  EPA-EFE/METROPOLITAN POLICE HANDOUT -- BEST QUALITY AVAILABLE -- HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA - RÚV
Hundruð manna komu saman í Lundúnum á föstudagskvöld til þess að minnast grunnskólakennarans Sabinu Nessa, sem var myrt á göngu aðeins nokkrum mínútum frá heimili sínu. Í morgun tilkynnti breska lögreglan að 38 ára gamall maður hefði verið handtekinn, grunaður um að hafa myrt Sabinu. Þetta er þriðji maðurinn sem lögreglan yfirheyrir vegna glæpsins, en þeir binda vonir við að hafa nú réttan aðila í haldi.

Þeir sem voru viðstaddir minningarathöfnina sögðu þennan hryllilega atburð hafa minnt á umfang ofbeldis gegn konum í almannarýmum. Aðrir benda þó á málið hafi ekki fengið jafn mikla athygli og sambærilegir glæpir gegn hvítum konum, en Sabina var bresk og af bangladeskum uppruna.

Óöryggi kvenna í almannarýmum

Sabina Nessa var á göngu aðeins um fimm mínútum frá heimili sínu, í gegnum almenningsgarð, þegar hún var myrt. Viðbrögðin við glæpnum hafa verið mikil í Bretlandi og var í kvöld boðað til minningarathafnar fyrir Sabinu.

Ein þeirra kvenna sem voru viðstödd athöfnina sagðist tengja sérstaklega við fórnarlambið í samtali við AFP: „Hún var kona og kennari eins og ég, svo mér finnst ég hálf náin henni. Ég geng venjulega í gegnum þennan garð til þess að fara í líkamsrækt. Þetta hefði getað verið hver okkar sem er sem var myrt þennan dag. Svo ég skelf enn, ég er finn enn til ofsahræðslu“.

Margar konur hafa tekið í sama streng og segja atvikið hafa haft ýft upp óöryggi og hræðslu, líkt og þegar unga breska konan Sarah Everard, var myrt í mars síðastliðnum.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tjáði sig um málið á Twitter.

„Hvítrar konu saknað heilkennið“

Margir benda þó á að mál Sabinu hafi fengið minni athygli bæði fjölmiðla og almennings, en þegar slíkt hendir hvítar konur.

„Auðvitað eru þetta allt hryllilegir atburðir en ég held það sé mjög mikilvægt við tryggjum að allir fái jafn mikla athygli, og fólki sé jafn misboðið þegar aðrir eigi í hlut„ sagði Emma Thomas, ein viðstaddra minningarathöfnina, við AFP.