Talibanar koma líkum fyrir á almannafæri

25.09.2021 - 16:20
epa09415308 Taliban patrol in Kandahar, Afghanistan, 15 August 2021. The Taliban have reached the outskirts of Kabul, the capital city of Afghanistan, where the Afghan government reported there have been shots heard, although the insurgents said they will not enter the city by force and are negotiating a peaceful transition of power. After capturing a majority of the country, the Taliban issued a statement asking their fighters to not fight in Kabul and stand by the city’s entrance without attempting to enter by force.  EPA-EFE/STRINGER
Talibanar 15. ágúst, sama dag og þeir náðu völdum í Afganistan.  Mynd: EPA-EFE - EPA
Talibanar í Afganistan komu í dag líkum fjögurra manna fyrir á almannafæri í borginni Herat. Mönnunum var gefið að sök að hafa rænt viðskiptajöfri og syni hans.

AP fréttaveitan greinir frá því að eitt líkanna hafi verið hengt upp í byggingakrana í miðborginni. Talið er að það hafi verið gert til að vara aðra við að feta sömu slóð. 

Stutt er síðan Mullah Nooruddin Turabi, yfirmaður fangelsismála, lýsti því yfir að aftökur og aflimanir yrðu teknar upp að nýju. Talibanar hrifsuðu til sín völdin í Afganistan um miðjan síðasta mánuð og lýstu því yfir að þeir myndu viðhafa mildari stjórnarhætti en síðast þegar þeir voru við völd. Margir hafa þó óttast að þær yfirlýsingar væru orðin tóm. Á valdatíma Talibana á tíunda áratug síðustu aldar tíðkaðist að taka fólk af lífi á íþróttavöllum, fyrir allra augum. Yfirmaður fangelsismála lýsti því yfir í gær að ekki væri víst að sá háttur yrði hafður á nú.