Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Niðurstöðum þingkosninga mótmælt í Moskvu í dag

epa09487552 Russian Communist party supporters attend a protest against results of the Russian Parliamentary elections in Moscow, Russia, 25 September 2021. Representatives from eight parties entered the State Duma, and United Russia won the most votes and secured a constitutional majority. Ella Pamfilova, chairman of the Central Election Commission called the elections valid and noted that according to the results of counting 98.5 percent of the protocols, the turnout was 51.68 percent.  EPA-EFE/MAXIM SHIPENKOV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þúsundir fylgismanna rússneska kommúnistaflokksins og fleiri stjórnarandstöðuflokka söfnuðust saman í miðborg Moskvu í dag. Tilgangurinn var að andmæla því sem Kommúnistar kalla grafalvarlegt svindl í þingkosningum.

Lögregla handtók allmarga bæði áður en mótmælin hófust og meðan á þeim stóð, þeim fyrstu eftir þingkosningar um síðustu helgi. Sameinað Rússland, flokkur Vladímirs Pútín forseta, hlaut tæpan helming atkvæða. 

Þriggja daga kosningum lauk að kvöldi sunnudagsins 19. september en Golos rússnesk samtök sem höfðu eftirlit með kosningunum kváðust hafa fengið fjölda ábendinga um svik og skipulagsskort. Það fullyrtu andstæðingar Pútíns sömuleiðis. 

Kommúnistaflokkurinn, sem tapaði völdum við fall Sovétríkjanna fyrir þrjátíu árum, varð valkostur margra sem vildu andæfa stjórn Pútíns, þrátt fyrir að fólk segðist ekki aðhyllast hugmyndafræði flokksins.

Lögregla í Moskvu reyndi ekki að leysa mótmælin upp en spilaði háværa tónlist til að yfirgnæfa ræðumenn og heróp mannfjöldans. 

Pútín var úthrópaður sem þjófur, mótmælendur báru skilti þar sem endurtalningar var krafist og lýst yfir stuðningi við fangelsaða andófsmanninn Alexei Navalny.

Valery Rashkin, aðalritari Kommúnistaflokksins í Moskvu, segir Sameinað Rússland hafa rænt umboði fjölda þingmanna en niðurstöður rafrænna kosninga sneru fylgi Kommúnista við. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV