Fella niður flug til La Palma vegna eldgossins

25.09.2021 - 19:13
Erlent · eldgos · kanaríeyjar · Spánn
epa09487671 View of the eruption of Cumbre Vieja Volcano in La Palma island, Canary Islands, southwestern Spain, 25 September 2021. Residents from the three most threatened areas had to be evacuated after the volcano registered more explosivity and two new vents.  EPA-EFE/Miguel Calero
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Búið er að loka flugvellinum á spænsku eyjunni La Palma vegna eldgoss. Það hófst á sunnudag og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín. Þykkan reyk leggur í allt að fjögurra kílómetra hæð yfir gígunum. Yfirvöld á eyjunni, sem tilheyrir Kanaríeyjum, lýstu þvi yfir í dag að ógerningur væri að leyfa flugumferð eins og staðan er. Einnig er hægt að komast frá eyjunni sjóleiðina.

 Nokkur örtröð myndaðist á flugvellinum þegar flugferðum var aflýst. Engin hefur slasast í hamförunum. Aðeins hefur hægt að hraunflæðinu síðustu daga en engu að síður er það töluvert. Yfir þrjú hundruð byggingar eru ónýtar eftir gosið, auk fjölda vega. 

Um 85.000 manns búa á eyjunni og þar gaus síðast fyrir 50 árum síðan. Þá gaus á öðrum hluta hennar en nú. Þar áður gaus árið 1949.