Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bandaríkjamenn leiða eftir fyrsta dag Ryder-bikarsins

epa09486277 The US Team's Bryson DeChambeau (L) and Scottie Scheffler (R) after DeChambeau sinks his putt on the first hole during the Four-Ball matches on the first day of the pandemic-delayed 2020 Ryder Cup golf tournament at the Whistling Straits golf course in Kohler, Wisconsin, USA, 24 September 2021. Competition for the 43rd Ryder Cup between the US and Europe begins 24 September 2021.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Bandaríkjamenn leiða eftir fyrsta dag Ryder-bikarsins

25.09.2021 - 11:16
Fyrsta keppnisdegi Ryder-bikarsins lauk í gær á Whistling Streets golf­vell­in­um í Wiscons­in í Bandaríkjunum. Bandaríkin mæta Evrópu í sögufrægu einvígi heimsálfanna sem þykir vera einn stærsti íþróttaviðburður á ári hverju. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur á fyrsta keppnisdegi og leiða nokkuð örugglega.

 

Keppt var í fjórmenningi fyrir hádegi og voru það Spán­verj­arn­ir Jon Rahm og Sergio García unnu Banda­ríkja­menn­ina Just­in Thom­as og Jor­d­an Spieth 3/​1. Dust­in John­son og Coll­in Morikawa, sem keppa fyrir hönd Bandaríkjanna, unnu síðan Vikt­or Hov­land og Paul Casey 3/​2.

Önnur úrslit urðu þau að Bandaríkin unnu restina af fjórmenningnum, Daniel Berger og Brooks Koepka unnu Matt Fitzpatrik og Lee Westwood 2/1 og lutu Rory Mcllroy og Ian Poulter í lægra haldi gegn Xander Schauffele og Patrick Cantlay. 
Daniel Ber­ger og Brooks Koepka fylgdu því eft­ir með því að vinna Matt Fitzp­at­rick og Lee Westwood 2/​1 og þeir Xand­er Schauf­fele og Pat­rick Cantlay klykktu út með því að vinna Rory McIl­roy og Ian Poulter  5/​3. Staðan að lokn­um fjór­menn­ingi var því 3-1 Bandaríkjunum í vil.

Eft­ir há­degi í gær var einnig keppt í fjór­bolta og voru Banda­rík­in sömu­leiðis með mikla yfirburði þar. Tony Finau og Harris English byrjuðu veisluna fyrir Bandaríkjamenn þegar þeir unnu Rory McIl­roy og Shane Lowry 5/​3, Dust­in John­son og Xand­er Schauf­fele unnu Paul Casey og Bernd Wies­ber­ger 2/​1.

Hinar tvær viðureignir liðanna í fjórboltanum enduðu með jafntefli og því hálfur vinningur á hvort lið. Staðan að lokn­um fyrsta keppn­is­degi er því 6-2, Banda­ríkj­un­um í vil.