Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Jöfnunarþingsætin auki spennuna á kosninganótt

24.09.2021 - 19:39
Mynd: RUV / RUV
Úthlutun jöfnunarsæta í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar, sýna annars vegar galla kosningakerfisins en auka hins vegar spennuna á kosninganótt. Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði, þegar hann ræddi fylgi stjórnmálaflokkanna við Boga Ágústson í kvöldfréttum sjónvarps í kvöld.

Hann segir kannanirnar frá MMR, Maskínu og Gallup svipaðar að mestu leyti en þó skeri Gallup sig úr varðandi fjölda þingmanna í ríkisstjórn.

„Það sem stingur í augun er að Gallup gefur ríkisstjórnarflokkunum 35 þingmenn. Maskína gefur þeim 32 og miðað við MMR könnunina væru þeir líka með 32“ segir Ólafur. „Ef við rýnum í Gallup könnunina í dag þeir fá 35 þingmenn í stjórn vegna þess að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fá einum manni meira en þeir ættu að fá ef jafnt væri skipt“.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.