Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

36 smit í gær - Átta á sjúkrahúsi

24.09.2021 - 10:55
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
36 greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Rúmlega tvö þúsund sýni voru tekin í gær sem er svipað og síðustu daga. Sex smit greindust á landamærunum en þrír þeirra sem greindust bíða mótefnamælingar.

Tölur yfir fjölda kórónuveirusmita hafa afar lítið sveiflast síðustu daga. Þrjátíu og fimm smit greindust bæði á þriðjudag og miðvikudag og svo þrjátíu og sex í gær. Í gær greindust hins vegar mun færri einkennasýni en fleiri í svokölluðum sóttkvíar- og handahófsskimunum. Í gær voru því tuttugu og átta í sóttkví við greiningu.

Átta sjúklingar eru á Landspítala vegna COVID-19, þar af eitt barn. Fjórir eru á gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. Alls eru 352 sjúklingar, þar af 128 börn í samskiptum við lækna eða hjúkrunarfræðinga spítalans í gegnum Covid-göngudeild.