Nýr leiðarvísir um loftgæði nauðsynlegur

epa08810661 An Indian security personnel walks near the President's House as the city is engulfed in heavy smog in New Delhi, India, 10 November 2020. According to doctors, the extreme pollution in the city could aggravate the ongoing COVID-19 coronavirus situation in the city. Also, the National Green Tribunal (NGT) imposed a total ban on sale or use of all kinds of firecrackers in the National Capital Region (NCR) up to 30 November for the upcoming Diwali festival.  EPA-EFE/RAJAT GUPTA
 Mynd: epa
Loftmengun veldur sjö milljónum dauðsfalla í heiminum á hverju ári að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Stofnunin segir loftmengun nú eina helstu umhverfisógn mannkyns. Í ljósi þessarra gagna ætlar stofnunin að leggja til strangari viðmið um loftgæði, þar sem ljóst er að aðgerða er tafarlaust þörf.

Samkvæmt viðmiðunum verður að draga enn frekar úr útblæstri ósóns, köfnunarefnistvíoxíðs, brennisteinsdíoxíðs og kolefna. Leiðarvísir stofnunarinnar á að vernda fólk fyrir áhrifum loftmengunar.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf síðast út leiðarvísi um loftgæði árið 2005. Hann hafði talsverð áhrif á stefnu stjórnvalda í umhverfismálum víða um heim, að sögn Deutsche Welle. Nú sextán árum síðar segir stofnunin að rannsóknir sýni að enn frekari takmarkana sé þörf til þess að vernda fólk fyrir útblæstri hættulegra lofttegunda. Nýi leiðarvísirinn verður klár fyrir loftslagsráðstefnuna sem haldin verður í Glasgow 31. október til 12. nóvember.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV