Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Leikmaðurinn laus úr haldi

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Leikmaðurinn laus úr haldi

23.09.2021 - 20:54
Leikmaður þýska stórliðsins Lemgo sem var handtekinn snemma í morgun vegna gruns um kynferðisbrot hefur verið látinn laus samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Vísir fjallaði fyrst um málið og lesa má um það hér

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókn á kynferðisbroti sem tilkynnt var í nótt miði vel. Karlmaðurinn sem hafi verið handtekinn í þágu rannsóknarinnar sé nú laus úr haldi. Ekki verði veittar frekar upplýsingar að svo stöddu. 

Lið Lemgo hélt heim í morgun án mannsins en það var hér á landi til að spila við Val í Evrópukeppni. Liðin mætast aftur ytra á þriðjudag.