Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Leikmaður Lemgo handtekinn á Íslandi

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Leikmaður Lemgo handtekinn á Íslandi

23.09.2021 - 15:54
Leikmaður þýska stórliðsins Lemgo var handtekinn hér á landi í morgun vegna gruns um kynferðisafbrot.

Þetta er samkvæmt heimildum Vísis og kemur fram á vef þeirra

Lemgo mætti Val í Evrópukeppni karla í handbolta á þriðjudaginn. Í gær fór liðið svo meðal annars að skoða eldgosið í Geldingadölum og sneri aftur til Þýskalands í morgun en þá varð einn leikmaður eftir. 

Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi fengið tilkynningu um kynferðisbrot í nótt. Brugðist hafi verið við tilkynningunni sem hafi farið í hefðbundið ferli. Rannsókn sé í fullum gangi, verið sé að yfirheyra fólk og taka skýrslur. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á þvingunarúrræði.

Valur og Lemgo mætast aftur ytra á þriðjudaginn.