Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Er einum þingmanni frá því að bjarga sér frá falli

23.09.2021 - 18:47
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Ríkisstjórnin er fallin, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 og birt var í kvöld. Hana vantar þó aðeins einn þingmann til að halda velli. Níu flokkar næðu kjöri.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20,6 prósent fylgi og myndi tapa einum þingmanni og VG mælist með 11,5 prósent og myndi missa fjóra þingmenn. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig einum þingmanni, mælist með 13,4 prósent fylgi.

Samkvæmt könnun Maskínu fyrir Stöð 2 myndi Samfylkingin halda sínum sjö þingmönnum en flokkurinn mælist með 11,7 prósent fylgi, Viðreisn fengi 11,4 prósent og bætti við sig þremur þingmönnum, Píratar fengju 11,3 prósent og bætti við sig einum þingmanni en Miðflokkurinn myndi tapa þremur þingmönnum. Flokkurinn mælist með 7,1 prósent fylgi. 

Flokkur fólksins fengi þrjá þingmenn en í skoðanakönnun Maskínu mælist flokkurinn með 5,6 prósent fylgi og Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing, fengi fjóra þingmenn. Flokkurinn mælist með 6 prósent fylgi.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV