Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Elsa heimsmeistari

Mynd með færslu
 Mynd: IPF - RÚV

Elsa heimsmeistari

23.09.2021 - 14:33
Elsa Pálsdóttir varð í dag heimsmeistari í klassískum kraftlyftingum í undir 76 kílóa flokki kvenna yfir 60 ára. Auk þess setti hún þrenn heimsmet.

Elsa sem er ríkjandi Evrópumeistari lyfti 132,5 kílói í þriðju tilraun í hnébeygju og bætti eigið heimsmet um 2,5 kíló. Í bekkpressu lyfti hún 60 kílóum í annarri tilraun og reyndi svo við 62,5 kíló en tókst ekki. Réttstöðulyfta var lokagreinin. Hún lyfti 145 kílóum í fyrstu tilraun, reyndi svo við 160 en tókst ekki. Hún reyndi aftur og tókst og bætti þar með eigið heimsmet um 2,5 kíló. 

Hnébeygjan, réttstaðan og samanlagður árangur upp á 352,5 kíló eru heimsmet í þessum flokki. 

Heimsmeistaramótið hófst í gær og er haldið í Halmstad í Svíþjóð. Helgi Arnar Jónsson og Alexander Örn Kárason keppa í unglingaflokki á þriðjudaginn. Á fimmtudaginn keppa Arna Ösp Gunnarsdóttir og Friðbjörg Hlynsson. Birgit Rós Becker keppir á föstudaginn eftir rúma viku og Kristín Þórhallsdóttir og Viktor Samúelsson degi síðar. 

Hér má fylgjast með útsendingum frá mótinu