Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Byrja að bólusetja við inflúensu um miðjan október

23.09.2021 - 09:44
Mynd með færslu
 Mynd: twinsfisch - Unsplash
Stefnt er að því að heilsugæslustöðvar, heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili byrji að bólusetja gegn árlegri inflúensu um miðjan október. 95 þúsund skammtar af bóluefni verða tilbúnir til afhendingar 15. október. Aðrir sem sjá um bólusetningar, svo sem lyfjasalar, fá efnið afhent 1. nóvember.

Ákveðnir hópar ganga fyrir, svo sem fólk 60 ára og eldra, fólk sem þjáist af langvinnum sjúkdómum eða ónæmisbælandi sjúkdómum, barnshafandi konur og heilbrigðisstafsfólk sem annast viðkvæma hópa.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir æskilegt að minnst tvær vikur líði milli þess að fólk fái bólusetningu við COVID-19 og inflúensu-bólusetningu. 
 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV