Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

West Ham sló Manchester United út

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

West Ham sló Manchester United út

22.09.2021 - 20:43
Sex leikir voru í kvöld í þriðju umferð enska deildarbikarsins í fótbolta, þar af þrír úrvalsdeildarslagir. West Ham gerði góða ferð á Old Trafford og sló út Manchester United.

Aðeins eitt mark var skorað í Manchester í kvöld og það skoraði Manuel Lanzini fyrir West Ham strax á 9. mínútu.

Í hinum leikjunum milli úrvalsdeildarliða þurfti vítakeppni. Chelsea og Aston Villa gerðu 1-1 jafntefli en Chelsea vann 3-2 í vítakeppni. Hjá Tottenham og Úlfunum fór 2-2 en Tottenham hafði sigur í vítakeppni, 3-2.

Önnur úrslit kvöldsins urðu þau að Brighton vann Swansea, 2-0, Arsenal lagði Wimbledon, 3-0, og Leicester lagði Millwall, 2-0.

Sigurlið kvöldsins bætast í hóp þeirra liða sem komust áfram í gær í 16-liða úrslitum; Burnley, Leeds, Manchester City, Liverpool, Preston North End, QPR, Southampton, Stoke, Sunderland og Brentford.